Icelandair hefur gert samning um sölu og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX 9 flugvélum við flugvélaleiguna SKY Leasing. Gert er ráð fyrir að flugvélarnar verði afhentar í öðrum fjórðungi næsta árs.
Þessi sama flugvélaleiga gerði samning við WOW air í árslok 2017 um sölu og endurleigu á tveimur Airbus A321ceo þotum. Þá kom fram í tilkynningu frá WOW að samningurinn færði flugfélaginu fjóra milljarða króna þar sem félagið hafði þegar greitt inn á kaupsamninginn við Airbus.