Samdrátturinn á Keflavíkurflugvelli sá sami og hjá Icelandair

Rétt um 11 þúsund farþegar flugu til og frá Keflavíkurflugvelli í nóvember og fækkunin frá sama tíma í fyrra nemur 97 prósentum. Svo mikill var samdrátturinn líka hjá Icelandair enda stóð félagið fyrir um sjö af hverjum tíu áætlunarferðum til og frá landinu í síðasta mánuði.

Vægi félagsins hefur þó verið lægra og fór þannig niður í 28 prósent í september samkvæmt talningu Túrista. Þann mánuð var hlutfallslega fækkun farþega á Keflavíkurflugvelli engu að síður sú sama og hjá Icelandair eins og sjá má á línuritinu hér fyrir ofan.