Samfélagsmiðlar

Samningur um kaup Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum í höfn

Þrátt fyrir að tvær af stærstu ferðaskrifstofum landsins renni nú saman þá er hlutur þeirra af heildarmarkaðnum vel innan við tíund.

Úrval-Útsýn heyrir undir Ferðaskrifstofu Íslands og það gera nú Heimsferðir líka.

Gengið hefur verið frá kaupum Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum en viljayfirlýsing um þessi viðskipti var undirrituð í lok nóvember. Kaupverðið var greitt með hlutum í Ferðaskrifstofu Íslands og herma heimildir Túrista að Arion banki, eigandi Heimsferða, fái um þrjátíu prósent hlut í Ferðaskrifstofu Íslands. Pálmi Haraldsson, eigandi Ferðaskrifstofu Íslands, heldur þá eftir sjötíu prósent hlut í fyrirtækinu.

Ferðaskrifstofa Íslands rekur Úrval-Útsýn, Plúsferðir og Sumarferðir en umsvif Heimsferða hafa verið aðeins meiri. Velta Heimsferða var um fjórir milljarðar króna í fyrra á meðan veltan Ferðaskrifstofu Íslands var um þrír milljarðar.

Kaup Ferðaskrifstofu Íslands á Heimsferðum hafa ekki ennþá fengið umsögn hjá Samkeppniseftirlitinu en ljóst er að hlutur fyrirtækjanna tveggja á ferðamarkaðnum er lítill þrátt fyrir að þar fari tvær af stærstu ferðaskrifstofum landsins.

Skýringin er sú að stór meirihluti Íslendinga ferðast á eigin vegum. Til marks um það þá flugu samtals 611 þúsund Íslendingar frá Keflavíkurflugvelli í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Vel innan við tíundi hver ferðaðist á vegum Heimsferða og Ferðaskrifstofu Íslands því samtals flugu um fimmtíu þúsund farþegar til útlanda á vegum ferðaskrifstofanna tveggja í fyrra.

Það sést líka á framboði á flugi til Spánar að stór hluti þess er áætlunarflug á vegum flugfélaga. Mun minna fer fyrir leigufluginu og næsta sumar gerir Icelandair ráð fyrir að auka umsvif sín á spænska markaðnum. Félagið flýgur þá í fyrsta sinn áætlunarflug til Tenerife en hingað til hefur flugfélagið eingöngu boðið upp á leiguflug til spænsku eyjunnar. Þá aðallega með farþega systurfélagsins Vita. En forstjóri Icelandair Group, Bogi Nils Bogason, er líka stjórnarformaður Vita.

Líkt og Túristi fór yfir í fréttaskýringu fyrir ári síðan þá eru vísbendingar um að stærstu íslensku ferðaskrifstofunnar hafi ekki verið nægjanlega stórar til að bjóða upp á eigin leiguflug út í heim.

„Íslensku ferðaskipuleggjendurnir eru of litlir. Kaupkraftur þeirra hjá hótelum og flugfélögum er því takmarkaður og við það bætist að vertíðin er frekar stutt,” benti Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nazar, á en sú ferðaskrifstofa bauð upp á Tyrklandsreisur frá Íslandi fyrir nokkrum árum síðan.

Nýtt efni

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …