Segja engin teikn um fleiri bókanir á flugi

Stjórnendur United Airlines nýjum hjálparpakka bandarískra stjórnvalda en gera þó ekki ráð fyrir fjölgun farþega.

Boeing þota United Airlines á Keflavikurflugvelli.

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í vikubyrjun aðgerðir sem ætlað er að milda höggið sem kórónaveirufaraldurinn hefur valdið. Hluti af áætluninni er áframhaldandi stuðningur við bandarísk flugfélög. En strax í upphafi heimsfaraldursins tóku stjórnvöld yfir stóran hluta af launagreiðslum flugfélaganna.

Sú fjárhagsaðstoð gilti til loka september en ekki náðist samkomulag um framlengingu strax í haust og þá gripu flugfélögin til umfangsmikilla uppsagna.

Nú fær aftur á móti stór hluti hópsins vinnu á ný en það verður þó líklega tímabundið að mati forstjóra og stjórnarformanns United Airlines.

Í bréfi sem þeir sendu starfsfólki flugfélagsins á mánudaginn segjast þeir fagna aðgerðaáætlun stjórnvalda en benda á sama tíma á að þeir sjái engar breytingar í fjölda bókanna til næstu mánaða. Þar með sé líklegast að endurráðningarnar sem nú eiga sér stað verði tímabundnar og nái þá aðeins til 31. mars þegar nýi björgunarpakkinn rennur út.

United Airlines gerir ráð fyrir reglulegu flugi hingað til lands í sumar Newark flugvelli í New York. Stjórnendur American Airlines hafa hins vegar lagt niður sitt Íslandsflug.