Flugáætlun WOW air fyrir sumarið 2019 var töluvert minni í sniðum en árin á undan. Þannig dróst framboðið saman um 44 prósent eða úr 2,7 milljónum flugsæta í 1,5 milljónir sæta. Í heildina stóð til að fljúga til 23 erlendra borga líkt og sjá má á kortinu hér fyrir neðan.
Þessi niðurskurður í umsvifum WOW air var kynntur um miðjan desember árið 2018 en þá stóðu yfir viðræður við bandaríska fjárfestingsjóðinn Indigo Partners um kaup á stórum hlut í íslenska flugfélaginu.