Það voru rétt um fimmtán þúsund farþegar sem fóru um innanlandsflugvelli landsins í nóvemver. Á sama tíma í fyrra voru þeir fimmtíu og þrjú þúsund. Samdrátturinn nam því 71,5 prósentum í síðasta mánuði en á Keflavíkurflugvelli fækkaði farþegum um 97 prósent.
Niðursveiflan er því mun meiri í alþjóðafluginu og þannig hefur það verið allt frá því að heimsfaraldurinn hófst eins og sjá má eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan.