Tvær strandsiglingar á dagskrá næsta sumar

MS Fram, skip Hurtigruten, í höfn í Reykjavík. MYND: HURTIGRUTEN/SANDRA WALSER

Norska skipafyrirtækið Hurtigruten gerir ráð fyrir að taka upp þráðinn í siglingum í kringum Ísland. Næsta sumar verða ellefu daga hringferðir félagsins á boðstólum 18. og 28. júlí.

Sem fyrr nýtir norska félagið svokölluð könnunarskip í ferðirnar við strendur Íslands en í þeim eru aðeins svefnpláss fyrir um tvö hundruð ferðamenn.

Sigling hringinn í kringum Íslands með Hurtigruten kostar bilinu 650 til 700 þúsund krónur á mann.

Þeir sem vilja glugga út á haf verða þó að borga nokkru meira.