Tvær þotur frá London fyrir jól

london Jethro Stebbings
Frá London. Mynd: Jethro Stebbings / Unsplash

Holland, Belgía og Ítalía hafa stöðvað allt farþegaflug frá Bretlandi vegna nýs af­brigðs kór­ónu­veirunn­ar sem komið er upp þar í landi. Ráðamenn Frakklandi og Þýskalandi eru að íhuga sambærilegt bann samkvæmt frétt Bloomberg.

Nú fyrir jólin halda bæði easyJet og Icelandair úti áætlunarflugi milli Íslands og Bretlands. Þota Icelandair fór eina ferð til Heathrow flugvallar í dag og í fyrramálið flýgur þota easyJet frá Luton til Keflavíkurflugvallar. Á Þorláksmessu er svo komið að næstu ferð Icelandair til bresku höfuðborgarinnar.

Á dagskrá íslenska félagsins eru svo níu ferðir til viðbótar til London frá 26. desember til 10. janúar. Flugáætlun easyJet gerir ráð fyrir tveimur ferðum í viku til Íslands frá Luton út janúarmánuð.

Í febrúar á ferðunum að fjölga töluvert þaðan og þá gerir félagið einnig ráð fyrir Íslandsflugi frá Manchester og Edinborg.