Viðbótar hlutafé í Isavia nýtt í verkefni í ár og á því næsta

Viðhalda og endurbætur á flughlöðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar er meðal þess sem

kef taska 860

Strax í upphafi heimsfaraldurisins var greint frá því að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefði ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um fjóra milljarða króna. Sú úthlutun var þeim skilyrðum háð að Isavia myndi ráðast í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli á þessu ári.

Áætlað var að 50 til 125 ný störf yrðu til vegna þessara verkefna í hverjum mánuði fram á mitt ári 2021.

Spurður um hvaða verkefni hefði verið ráðist í og fjölda starfa þá segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, að þeir fjármunir sem lagðir voru inn sem nýtt hlutafé verði nýttir til hönnunar og framkvæmda á verkefnum sem tengjast flugstöðvar,- akbrauta og vegaframkvæmdum.

„Gert er ráð fyrir að þessum verkefnum verði öllum lokið næsta sumar. Ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um fjölda starfa sem þessi verkefni sem slík hafa skapað en reynsla úr fyrri verkefnum á Keflavíkurflugvelli sýnir að hver milljarður sem framkvæmt er fyrir skapi 29 til 38 ársverk,“ segir Guðjón.

Til viðbótar við fyrrnefnda fjóra milljarða króna þá veitti eftirlitsstofnun EFTA samþykki sitt í dag fyrir því að ríkið leggði Isavia til fimmtán milljarða kr. í viðbót.