Vilja ræða við Icelandair um samgöngur milli flugvalla

airportexpress
Mynd: Gray Line

Það tíðkast ekki út í heimi að skilja að alþjóðaflug og innanlandsflug líkt og gert er hér á landi. Þess vegna þurfa íbúar á landsbyggðinni að fljúga til Reykjavíkur eða fara landleiðina út á Keflavíkurflugvöll til að komast út í heim. Á sama hátt getur erlendur ferðamaður ekki farið beint í innanlandsflug við komuna til Íslands.

Stjórnendur Icelandair ætla ekki að gera breytingar á þessu fyrirkomulagi í tengslum við samruna Air Iceland Connect og Icelandair. Aftur á móti vilja þeir koma á „þægilegri landtengingu” á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar líkt og Túristi greindi frá í gær.

Semja á við utanaðkomandi aðila um þessar ferðir og forráðamenn rútufyrirtækja eru áhugasamir um verkefnið.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.