20 stærstu flugfélögin á Kaupmannahafnarflugvelli

Icelandair er rétt við topp 10 listann á Kaupmannahafnarflugvelli en farþegum félagsins þar fækkaði um tvo þriðju í fyrra. Meirihluti umsvifamstu flugfélaganna á Kastrup er ekki með neinar ferðir til og frá Íslandi.

MYND: CPH.DK

Sem fyrr er SAS það flugfélag sem flýgur með flesta farþega til og frá höfuðborg Danmerkur. Því breytti heimsfaraldurinn ekki. Í fyrra fækkaði farþegum SAS í flugi frá Kaupmannahöfn engu að síður um 75 prósent.

Á eftir SAS á listanum yfir stærstu flugfélögin Kaupmannahafnarflugvelli kemur Norwegian. Saman stóðu þessi tvö flugfélög undir um helmingi af heildarfarþegafjöldanum á flugvellinum í fyrra.

Bæði bjóða þau farþegum sínum upp á tengiflug um flugvöllinn en sú starfsemi hefur auðvitað verið sáralítil að undanförnu enda ligga niðri nærri allar ferðir til annarra heimsálfa. Tengiflug með Norwegian takmarkast reyndar aðeins við flug með því félagi líkt og WOW air bauð farþegum sínum á Keflavíkurflugvelli.

Ryanair, stærsta lágfargjaldaflugfélag Evrópu, sem hefur verið í mikilli sókn í Kaupmannahöfn síðustu ár er svo í þriðja sætinu í Danmörku og easyJet í því fjórða eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.

Þar sést líka að Icelandair er í 11. sæti, mitt á milli Air France og hins færeyska Atlantic Airways.