328 þúsund farþegar í innanlandsflugi

Ríflega helmings fækkun í farþegahópnum í fyrra.

Frá flugvellinum við Höfn í Hornafirði. Mynd: Isavia

Heimsfaraldurinn olli mun minni samdrætti í innanlandsflugi en alþjóðaflugi líkt og endurspeglast í farþegatölum Isavia fyrir nýliðið ár. Þar kemur fram að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um 81 prósent í fyrra en um 53 prósent á öðrum flugvöllum landsins.

Í heildina áttu 328 þúsund farþegar leið um innanlandsflugvellina á síðasta ári en þeir voru nærri 698 þúsund árið 2019.

Eins og sjá má á línuritinu tók innanlandsflugið við sér í desember og samdrátturinn þá var minni en mánuðina á undan.