9 rauðir dagar á árinu 2021

Mynd: Jude Beck / Unsplash

Það voru tólf rauðir dagar árið 2019 og í fyrra voru þeir einum færri. Núna í ár verða þeir aðeins níu talsins. Ástæðan er sú að baráttudagur verkalýðsins og jóladagur verða á laugardegi að þessu sinni.

Þó þessum rauðu dögum fækki í ár þá gætu margir launþegar átt inni mun fleiri frídaga nú en oft áður. Heimsfaraldurinn hefur nefnilega sett allt úr skorðum og ferðalög milli landa nærri legið niðri. Á nýju ári er þó von til þess að heimbyggðin komist á flakk á ný.

Hér eru annars dagarnir níu sem gott er að hafa í huga þegar fríið í ár er skipulagt.

Rauðu dagarnir 2021:

Nýársdagur, 1.janúar – föstudagur
Skírdagur, 1.apríl – fimmtudagur
Föstudagurinn langi, 2.apríl – föstudagur
Annar í páskum, 5.apríl – mánudagur
Sumardagurinn fyrsti, 22.apríl – fimmtudagur
Uppstigningardagur, 13.maí – fimmtudagur
Annar í hvítasunnu, 24.maí – mánudagur
Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní – fimmtudagur
Frídagur verslunarmanna, 2.ágúst – mánudagur

Smelltu ef þú vilt gera verðsamanburð á hótelgistingu eða bílaleigubílum í kringum rauðu dagana eða einhverja aðra.