Aðeins 275 vegabréf gefin út

vegabref 2
MyndÞ Þjóðskrá

Í nóvember í fyrra voru 275 íslensk vegabréf gefin út. Til samanburðar voru 1.121 vegabréf gefin út í nóvember árið á undan og fækkaði því útgefnum vegabréfum um 75 prósent milli ára samkvæmt tölum frá Þjóðskrá.

Til samanburðar þá fækkaði ferðum Íslendinga til útlanda um 96 prósent í nóvember samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli.

Alls voru gefin út 8.146 vegabréf frá janúar til nóvemver í fyrra en á sama tímabili árið 2019 voru þau 24.238 eins og sjá má á línuritinu.