Nýverið hætti American Airlines við að fljúga til Keflavíkurflugvallar í sumar frá Philadelphia í Bandaríkjunum. Stjórnendur Delta sjá hins vegar tækifæri í hefja flugið til Íslands frá New York fyrr en áður var gert ráð fyrir. Á sama tíma hefur bandaríska flugfélagið seinkað fyrstu ferð sinni hingað frá Minneapolis.