„Án stuðnings Icelandair yrði rekstur Iceland Travel þungur í skauti“

Iceland Travel hefur lengi verið ein umsvifamesta ferðaskrifstofa landsins en nú gerir Icelandair Group nýja tilraun til að selja fyrirtækið. Í haust setti Alþingi það skilyrði fyrir lánveitingu sinni til Icelandair samsteypunnar að féð mætti aðeins nota í flugrekstur.

Ferðamenn við Námaskarð. Mynd: Iceland.is

Icelandair gaf það út í byrjun vikunnar að ákveðið hefði verið að hefja söluferli ferðaskrifstofunnar Iceland Travel. „Þessi ákvörðun er í takt við stefnu Icelandair Group að leggja höfuðáherslu á kjarnastarfsemi félagsins, flugrekstur," segir í tilkynningu félagsins.

Þetta er sama skýring og gefin var í ársbyrjun 2019 þegar Icelandair boðaði sölu á Iceland Travel vegna áherslubreytinga í rekstri samsteypunnar. Rúmu einu ári fyrr hafði verið hætt við sameiningu Gray Line og Iceland Travel. Heimildir Túrista herma að í lok síðasta árs hafi átt sér stað söluviðræður við Kynnisferðir en þær hafi engu skilað.

Nú þegar heimsfaraldurinn hefur lamað ferðaþjónustu heimsins þá á að gera þriðju opinberu tilraunina til að koma Iceland Travel í verð.

Viðmælendur Túrista, í hópi forsvarsmanna íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja, eru hugsi yfir tímasetningunni og líka verðmæti Iceland Travel.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.