Ásdís fer nú fyrir leiðakerfi Icelandair

Ásdís Sveinsdóttir stýrir nú leiðakerfi Icelandair. MYNDIR: ICELANDAIR

Ásdís Sveinsdóttir er nýr forstöðumaður leiðakerfis Icelandair. Hún tekur við af Sylvíu Ólafsdóttur sem ráðin hefur verið sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og markaðsmála hjá Origo.

Ásdís hefur langa reynslu af stöfum fyrir Icleandair. Hún hóf þar störf sem verkefnastjóri í tekjustýringu árið 2009 og þá starfaði hún í rekstrarstýringu á fjármálasviði frá árinu 2015. Frá 2017 hefur hún gegnt mikilvægu hlutverki innan leiðakerfisins við gerð flugáætlana samkvæmt upplýsingum frá Icelandair.

Síðustu ár hafa verið tíðar breytingar í stöðu forstöðumanns leiðakerfis flugfélagsins og verður Ásdís sú fjórða sem gegnir stöðunni síðustu tvö ár.

Ásdís er verkfræðingur að mennt með BSc-gráðu í rafmagnsverkfræði frá University of Miami og MSc-gráðu í rekstrarverkfræði frá Northeastern University í Boston.