Engar ferðir til og frá landinu á morgun

Það verður enginn á ferðinni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á morgun.

Í kringum síðustu jól og árámót jókst umferðin um Keflavíkurflugvöll umtalsvert frá því sem hafði verið fyrr í vetur. Núna eru brottfarirnar á ný ein til tvær á dag en á morgun, fimmtudag, er ekkert farþegaflug í boði. Hvorki til landsins eða frá.

Sú var tíðin að jóladagur var eini dagur ársins þar sem flugsamgöngur lágu niðri en með auknu vetrarflugi erlendra flugfélaga breyttist það. Í nágrannalöndunum er nefnilega flugumferðin töluverð á jóladag. Icelandair hefur hins vegar alltaf gert hlé á sínum ferðum þennan eina dag ársins.

Það gerist svo aftur á morgun, 21. janúar.