Gengi hlutabréfa í evrópskum flugfélögum lækkaði umtalsvert í dag. Mest var lækkunin hjá breska lággjaldaflugfélaginu easyJet eða 7,2 prósent og hún var litlu minni hjá Ryanair og IAG, móðurfélagi British Airways og fleiri flugfélaga.
Gengi bréfa í fleiri evrópskum flugfélögum fór aðeins minna niður eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan.