Fækkun ferðamanna eftir mánuðum

MYND: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON

Það voru nærri 479 þúsund erlendir farþegar sem flugu frá Keflavíkurflugvelli í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Þessi talning er notuð sem mælikvarði yfir fjölda erlendra ferðamanna hér á landi ár hvert. Þó ber að hafa í huga að erlendir ríkisborgarar, búsettir á Íslandi, eru inn í þessari tölu. Í því samhengi má benda á að um 37 þúsund Pólverjar flugu frá landinu í fyrra.

Eins og sjá má á grafinu hér fyrir neðan þá fækkaði ferðamönnum líka í upphafi árs, áður en heimsfaraldurinn setti allt úr skorðum. Skýringin á því liggur í falli WOW air í lok mars árið 2019.