Farþegum á Keflavíkurflugvelli fækkaði um 5,9 milljónir

Það voru 1.373.971 farþegi sem átti leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í fyrra. Allt árið 2019 nam farþegafjöldinn 7.247.820 og fækkunin milli ára því nærri 5,9 milljónir farþega. Það jafngildir 81 prósent samdrætti. Þetta kemur fram í nýjum flugtölum Isavia.

Í desember fækkaði farþegum á Keflavíkurflugvelli um 95 prósent sem er aðeins minni niðursveifla en mánuðina á undan eins og sjá á má á línuritinu hér fyrir neðan.