Flugmiðar morgundagsins

Riga í Lettlandi er ein þeirra borga sem flogið verður til á morgun frá Keflavikurflugvelli. Mynd: Gilly / Unsplash

Það eru þrjár brottfarir á vegum þriggja flugfélaga á dagskrá Keflavíkurflugvallar á morgun. Fyrst í loftið er þota Wizz Air sem leggur í hann til Póllands stuttu eftir miðnætti. Sá sem bókar far í þá ferð núna þarf að borga 12.580 krónur fyrir flugmiðann.

Í fyrramálið leggur svo Icelandair í hann til Kaupmannahafnar og farið, aðra leið, kostar 46.525 krónur. Dagskrá morgundagsins lýkur með ferð Air Baltic til Riga í Lettlandi klukkan 17. Sæti í þá flugferð kostar 33.808.

Þess ber svo að geta að Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, hvatti landsmenn á upplýsingafundi í morgun að ferðast ekki til útlanda nema nauðsyn krefji.