Samfélagsmiðlar

Flugstjórar hjá Icelandair og flugöryggisstjóri Play stofna þjálfunarfyrirtæki

Stofnendur Focus Aero Solutions.

Nú í byrjun árs fékk þjálfunarfyrirtækið Focus Aero Solutions leyfi frá Samgöngustofu fyrir þjálfun flugáhafna. Um er að ræða svokallað ATO leyfi en síðast var þess háttar leyfi gefið út af Samgöngustofu árið 2016 samkvæmt því sem segir í tilkynningu.

Þar með verður fyrirtækið það sjöunda hér á landi sem fær samþykki fyrir þjálfun flugvéla á borð við Boeing 737, 757 og 767. Forráðamenn félagsins hafi uppi áform um réttindi til þjálfunar á fleiri gerðir Boeing þota og einnig á Airbus þotur.

„Focus sérhæfir sig í þjálfun flugmanna í gagnadrifinni flugþjálfun (Evidence Based Training, EBT). Sú aðferð hefur rutt sér til rúms í flugheiminum og innleidd af Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) og Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) þó tiltölulega fá flugfélög nýti sér aðferðina. Nýjung sem þessi í þjálfun áhafna felst í áherslum sem eru sérsniðnar að skilgreindum veikleikum og styrkleikum hvers flugfélags fyrir sig. Þar að auki mun Focus bjóða upp á lausnir til hagræðingar sem stuðla að auknu öryggi í gegnum regluvörslu og þjálfun starfsmanna flugfélaga innanlands sem utan,“ segir í tilkynningu.

Focus Aero Solutions var stofnað af Margréti Hrefnu Pétursdóttur, flugöryggis- og gæðastjóra hjá Play og þremur flugstjórum Icleandair. Þeim Arnari Jökli Agnarssyni, Arnari Má Baldvinssyni og Kára Kárasyni.

„Starfsmenn Focus búa yfir viðamikilli þekkingu og reynslu á sviði flugsins og hafa verið í flugtengdum þjálfunar- og rekstarhlutverkum áhafna undanfarin 15 til 20 ár hjá flugfélögum á borð við Air Atlanta, Ryanair, Icelandair, Wow air og Bláfugli. Starfmenn Focus hafa einnig gengt hlutverkum innan Samgöngustofu, Flugmálastjórn Íslands og Alþjóðlegum samtökum flugfélaga (IATA),“ segir að lokum í tilkynningu.

Nýtt efni

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …