Frá Íslandsstofu og Icelandair til Nýja-Sjálands

Bresk-bandaríska auglýsingastofan Brooklyn Brothers hefur verið valin til að leggja grunn að auglýsingaherferðum ferðamálaráðs Nýja-Sjálands í Evrópu næstu ár. En það var Brooklyn Brothers, ásamt Íslensku auglýsingastofunni, sem lagði grunninn að auglýsingaherferðum Inspired by Iceland síðastliðinn áratug. Þar á meðal hina margverðlaunuðu herferð sem hleypt var af stokkunum eftir gosið í Eyjafjallajökli.

Brooklyn Brothers hafa einnig unnið að fjölda verkefna fyrir Icelandair á erlendum mörkuðum síðustu ár. Þar á meðal árlegri Stopover Buddy herferð og Hekla aurora þar sem ein af þotum Icelandair var máluð í norðurljósalitum.

Bæði Íslandsstofa og Icelandair hafa að undanförnu flutt kynningarmál sín til annarra auglýsingastofa. Þannig samdi Íslandstofa síðastliðið vor við bresku auglýsingastofuna M&C Saatchi og Peel á Íslandi um herferðir Inspired by Iceland. Icelandair flutti viðskipti viðskipti frá Íslensku auglýsingastofunni yfir til Hvíta hússins haustið 2019.