Halda eingöngu áfram flugi til Varsjár

Frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. MYND: ISAVIA

Frá og með föstudeginum gerir Wizz Air hlé á áætlunarferðum sínum héðan til Gdansk í Póllandi. Þar með munu umsvif félagsins hér á landi takmarkast við tvær ferðir í viku til Varsjár.

Áætlun Wizz Air gerir svo ráð fyrir ferðum hingað frá fjölda evrópskra áfangastaða frá og með marsmánuði.

Til viðbótar við ferðir Wizz Air þá flýgur Air Baltic eina ferð í viku til landsins frá Riga.

Icelandair hefur haldið úti reglulegum ferðum til nokkurra borga nú í ársbyrjun en hvert framhaldið verður kemur í ljós því síðasta útgáfa af flugáætlun félagsins rann út í gær.