Segja má að Icelandair og írska flugfélagið Aer Lingus eigi tvennt sameiginlegt. Í fyrsta lagi hafa stjórnendur þeirra beggja skilgreint þau sem flugfélög sem eru mitt á milli hefðbundinni félaga og svo lágfargjaldafélaga. Þannig hefur írska félagið lengi notað heitið „value airline" í sínu markaðsefni. Og á hluthafafundi Icelandair í síðastliðið vor talað um flugfélagið sem „value for money airline" eða flugfélag sem er peninganna virði.