Íslenska vegabréfið áfram í 11.sæti á heimsvísu

Sem fyrr er það vegabréf Japana sem er tekið gilt án áritunar í flestum löndum.

vegabref 2
Mynd: Þjóðskrá

Það getur verið kostnaðarsamt og tímafrekt að sækja um vegabréfaáritun og í dag geta handhafar íslenskra vegabréfa komist inn í 181 land eða áfangastað án sérstakrar áritunar.

Þetta er niðurstaða árlegrar könnunar Henley&Partners og þar deilir íslenska vegabréfið 11. sætinu ásamt pössum Slóvaka, Lítháa og Pólverja.

Sá íslenski er þó ekki eins hátt metin á heimsvísu og vegabréf frændþjóðanna eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.