Segir kæfandi að eiga í samkeppni við ferðaskrifstofu sem er í eigu stærsta flugfélagsins

Icelandair Group hefur sett ferðaskrifstofuna Iceland Travel á sölu. Áfram ætlar flugfélagið þó halda eftir ferðaskrifstofunni Vita.

Þórunn Reynisdóttir er forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands sem rekur m.a. Úrval-Útsýn.

„Við erum líklega einn stærsti viðskiptavinur Icelandair en viðskiptasambandið er mjög sérstakt að því leyti að forstjóri Icelandair og tveir af framkvæmdastjórum flugfélagsins skipa stjórn Vita, okkar helsta samkeppnisaðila. Hagsmunatengslin gætu ekki verið meiri," segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn.

Henni þykir það merkilegt að stjórnendur Icelandair Group skilgreini ferðaskrifstofuna Vita sem hluta af flugstarfsemi fyrirtækisins eins og fram kom hér á Túrista í gær. Vita verður þar með ekki seld út úr Icelandair samstæðunni en söluferli á ferðaskrifstofunni Iceland Travel er að hefjast.

„Vita er ferðaskrifstofa en ekki flugfélag samkvæmt opinberri skráningu," bendir Þórunn á.

Hún segist jafnframt viss um að Icelandair myndi aldrei komast upp með það erlendis í dag að reka eigin ferðaskrifstofur í samkeppni við þarlenda aðila.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.