Líklegt að ferðaskrifstofur þurfi að þrauka ennþá lengur

Ferðaskrifstofan Atlantik er umsvifamikil í þjónustu við skemmtiferðaskip en líka í skipulagningu hópa- og hvataferða. Komandi sumarvertíð lofar ekki góðu eins og staðan er í dag.

Starfsmenn Atlantik sumarið 2018. Gunnar er fjórði frá hægri í efstu röð.

„Eins og staðan er núna og ef eitthvað fer í gang þá verða það væntanlega fyrst einstaklingar á eigin vegum sem hingað koma. Ég sé ekki fyrir mér skipulagðar hópferðir í bili. Frekari opnun landamæra gæti þá mögulega gert eitthvað fyrir gistiaðilana, afþreyingarfyrirtæki og bílaleigur í ár. Ferðaskrifstofur eins og okkar, sem eru í skipulögðum hópferðum, þurfa væntanlega að finna leiðir til að þreyja þorrann fram til 2022,” segir Gunnar Rafn Birgisson, stjórnarformaður og eigandi ferðaskrifstofunnar Atlantik, um horfurnar í ferðaþjónustunni.

Gunnar spyr sig því hvort fyrirtækin fái einhverja frekari hjálp nú þegar það stefnir í að tekjuleysið vari í lengri tíma en áður hefur verið gert ráð fyrir.

„Fyrirtækjunum blæðir út við þessar aðstæður og stjórnendur þurfa að meta hversu lengi þeir vilja halda úti rekstri við þær aðstæður. Í okkar tilfelli er tekjufallið á árinu 2020 rúmlega 99 prósent. Stuðningsaðgerðir eru hugsaðar út maí í ár en gera má ráð fyrir að þurrkatímabilið verði lengra.”

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.