Samfélagsmiðlar

Niðurskurður Norwegian yrði högg fyrir neytendur og íslenska ferðaþjónustu

Með tíðum ferðum Norwegian frá fjölmennustu borgum Spánar þá þrefaldaðist fjöldi spænskra ferðamanna hér yfir vetrarmánuðina og kortavelta þeirra jókst um hundruðir milljóna á mánuði. Nú er óljóst með framhaldið.

norwegian vetur

Hingað til lands flugu þotur Norwegian daglega frá meginlandi Spánar yfir vetrarmánuðina.

„Aðgerðir Norwegian skapa tækifæri fyrir Icelandair,“ segir í fyrirsögn viðtals Morgunblaðsins við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, um síðustu helgi. Þar er ræðir forstjórinn þá ákvörðun stjórnenda Norwegian að hætta flugi milli Evrópu og Norður-Ameríku og þá oftar en ekki í mikilli samkeppni við Icelandair.

Það eru þó vísbendingar um að boðaður niðurskurður hjá Norwegian muni einnig hafa töluverð áhrif á starfsemi norska flugfélagsins hér á landi. En fyrir heimsfaraldurinn var Norwegian það flugfélag sem flutti flesta farþega milli Íslands og Spánar. Sex af hverjum tíu sem ferðuðust héðan til Tenerife flugu til að mynda með Norwegian.

Íslendingar á leið til Kanarí og Alicante hafa einnig notið góðs af tíðum ferðum félagsins þangað. Og fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur áætlunarflug Norwegian til Íslands frá Madríd og Barcelona yfir vetrarmánuðina verið mjög þýðingarmikið. Fjöldi spænskra ferðamanna á Íslandi yfir háveturinn þrefaldaðist og kortavelta Spánverjar jókst um hundruðir milljónir króna á mánuði.

Kortaveltan upp í nærri 900 milljónir

Þetta sýnir samanburður á kortaveltu Spánverjar á fyrsta ársfjórðungi 2016 og 2019. Í ársbyrjun 2016 var ekkert beint flug hingað frá meginlandi Spánar og þá nam kortavelta Spánverja hér á landi samtals 341 milljón króna. Fyrstu þrjá mánuðina 2019 var Norwegian hins vegar með tvær til þrjár ferðir í viku frá Barcelona, Madríd og Alicante.

Á því tímabili var kortavelta spænskra ferðamanna 897 milljónir króna. Hækkunin nemur hátt í tvö hundruð milljónum króna á mánuði frá sama tíma árið 2016. Þessa þróun mátti líka sjá í kortaveltu Spánverjar í janúar og febrúar árið 2020 áður en heimsfaraldurinn stöðvaði ferðalög milli landa.

Þrefalt fleiri ferðamenn

Auðvitað er það ekki svo að allir þeir spænsku ferðamenn sem hingað komu hafi flogið með Norwegian. En vafalítið hafa margir þeirra gert það því fjöldi spænskra ferðamanna þrefaldaðist á milli fyrsta fjórðungs 2016 og 2019. Viðbótin nam 7443 ferðamönnum og á þessu tímabili nam sætaframboð Norwegian um 15 þúsund sætum.

Þessi aukning í fjölda spænskra ferðamanna og kortaveltu þeirra er vísbending um hversu mikilvægt er að koma upp tíðum ferðum á ný milli Íslands og meginlands Spánar næsta vetur. Boðaður niðurskurður í starfsemi Norwegian mun sennilega hafa áhrif á ferðir félagsins til Íslands frá Spáni. Það sést til að mynda á því hversu há fargjöldin á þessum flugleiðum eru í dag. Þess háttar verðlagning er oft undanfari þess að flugið er fellt niður. Talsmenn félagsins verjast þó fregna af stöðunni þegar Túristi hefur óskað skýringa.

Stjórnendur Icelandair hafa ekki sýnt vetrarferðum til Spánar áhuga

Spænska flugfélagið Vueling hefur reyndar haldið úti ferðum til Íslands einn og einn vetur síðustu ár en það hefur Icelandair ekki gert. Og það félag virðist frekar horfa til þess að flytja Íslendinga í frí til Tenerife en að fljúga ferðamönnum til Íslands frá meginlandi Spánar yfir veturinn.

Að öllu óbreyttu fer því íslensk ferðaþjónusta á mis við milljarða veltu spænskra ferðamanna yfir vetrarmánuðina. Það eru því ekki að sjá að í niðurskurði Norwegian séu einhver tækifæri fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, nema kannski Icelandair.

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …