„Aðgerðir Norwegian skapa tækifæri fyrir Icelandair," segir í fyrirsögn viðtals Morgunblaðsins við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, um síðustu helgi. Þar er ræðir forstjórinn þá ákvörðun stjórnenda Norwegian að hætta flugi milli Evrópu og Norður-Ameríku og þá oftar en ekki í mikilli samkeppni við Icelandair.
Það eru þó vísbendingar um að boðaður niðurskurður hjá Norwegian muni einnig hafa töluverð áhrif á starfsemi norska flugfélagsins hér á landi. En fyrir heimsfaraldurinn var Norwegian það flugfélag sem flutti flesta farþega milli Íslands og Spánar. Sex af hverjum tíu sem ferðuðust héðan til Tenerife flugu til að mynda með Norwegian.
Íslendingar á leið til Kanarí og Alicante hafa einnig notið góðs af tíðum ferðum félagsins þangað. Og fyrir íslenska ferðaþjónustu hefur áætlunarflug Norwegian til Íslands frá Madríd og Barcelona yfir vetrarmánuðina verið mjög þýðingarmikið. Fjöldi spænskra ferðamanna á Íslandi yfir háveturinn þrefaldaðist og kortavelta Spánverjar jókst um hundruðir milljónir króna á mánuði.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.