Norska ríkið reiðubúið til að lána Norwegian 23 milljarða króna

norwegian vetur

„Við teljum að endurreist Norwegian verði mikilvægur þátttakandi í norskum fluggeira til framtíðar,“ sagði Knut Arild Hareide, samgönguráðherra Noregs, á norska Stórþinginu fyrr í dag. Þar mælti hann fyrir tillögum norsku ríkisstjórnarinnar um að koma að endurskipulagningu Norwegian sem lánveitandi en þó ekki sem hluthafi.

Tillagan hljóðar upp á lán upp á 1,5 milljarð norskra króna sem jafngildir nærri 23 milljörðum íslenskum krónum. Það skilyrði fylgir þó að Norwegian nái fyrst að afla sér þrisvar sinnum hærri upphæðar í nýtt hlutafé.

Norwegian hefur verið umsvifamikið í Íslandsflugi og hefur til að mynda haldið úti tíðum ferðum hingað frá meginlandi Spánar allt árið um kring. Þær samgöngur hafa orðið til þess að spænskum ferðamönnum hér á landi yfir vetrarmánuðina hefur margfaldast og greiðslukortanotkun Spánverjar hækkað hratt.