Norska stjórnin útilokar ekki lánveitingu til Norwegian

norwegian velar860
Mynd: Norwegian

Ef einkafjárfestar eru reiðubúnir til að leggja Norwegian til fé þá útilokar viðskiptaráðherra Noregs ekki veitingu ríkisláns. Þetta kemur fram í frétt Dagens Næringsliv nú í morgun en stjórnendur Norwegian vinna nú hörðum höndum að því að endurskipuleggja allan reksturinn. Stór hluti hans er í greiðsluskjóli.

Uppstokkun reksturs Norwegian felur meðal annars í sér að dótturfélög Norwegian víða um Evrópu verða sett í gjaldþrot. Á sama tíma ætlar félagið að hætta öllur flugi yfir Norður-Atlantshafið.

Þessi endurskipulagning kallar líka á nýtt hlutafé og hafa stjórnendur félagsins látið hafa það eftir sér að þeir séu bjartsýnir á að fjárfestar taki vel í hið nýja viðskiptamódel félagsins. Það snýst einfaldlega um að fókusa á innanlandsflug í Noregi, ferðir innan Skandinavíu og Evrópuflug en þannig var rekstur Norwegian fram til ársins 2013 þegar Ameríkuflugið hófst.

Norwegian hefur verið það flugfélag sem flesta hefur flutt milli Íslands og Spánar. Auk þess bíður félagið upp á ferðir hingað frá Ósló.