Það er óhætt að segja að óvissa ríkir um framtíð Norwegian enda er flugfélagið í greiðslustöðvun. Samhliða því ferli standa yfir viðræður við kröfuhafa og fjárfesta um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins.
Norwegian hefur síðustu ár verið stórtækt í Íslandsflugi og ekkert félag flutti fleiri farþega milli Íslands og Spánar áður en heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn.