Nú berast bókanir nánast daglega

Rannveig Grétarsdóttir hjá Eldingu segir það koma sér á óvart hvaðan einstaklingsbókanir komi þessa dagana. Á sama tíma sé verið að færa hópa frá komandi sumri og fram á það næsta.

„Viðspyrnu- og tekjustyrkirnir henta mjög vel fyrir lítil fyrirtæki með hámark um tíu i vinnu. En ekki eins vel fyrir stór- og meðalstór fyrirtæki eins og Eldingu. Þessi úrræði hjálpa samt og gera það að verkum að við getum beðið í einhverja mánuði í viðbót," segir framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. Mynd: Elding

„Það versta við þetta ástand er allt starfsfólkið sem er á atvinnuleysisbótum að bíða eftir að komast aftur í vinnu, ég hef áhyggjur af því að einhverjir muni aldrei snúa til baka. Eftir því sem lengra líður missum við fleiri út," segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Eldingar, um stöðu mála hjá fyrirtækinu í dag. Elding hefur lengi verið umsvifamesta ferðaþjónustufyrirtæki landsins í hvalaskoðun.

Rannveig segir að eins sé staðan í dag þá sé ekki hægt að ráða inn fólk. Hún gerir sér þó vonir um að endurráða lykilstarfsmenn smá saman fram á vorið.

„Ég var með plön að byrja að endurráða starfsmenn í byrjun desember en það breyttist allt þegar það varð ljósara að það sé ekkert að fara að stað fyrr en í sumar eða haust. Viðspyrnu- og tekjustyrkirnir henta mjög vel fyrir lítil fyrirtæki með hámark um tíu i vinnu. En ekki eins vel fyrir stór- og meðalstór fyrirtæki eins og Eldingu. Þessi úrræði hjálpa samt og gera það að verkum að við getum beðið í einhverja mánuði í viðbót. Núna má segja að við séum komin í hýði, höldum öllu í lágmarki fram á vor og getum byrjað í sumar þegar ferðaþjónustan fer vonandi af stað á ný.”

Áhugi hjá Bretum og Þjóðverjum

Aðspurð um hvort það berist fyrirspurnir og pantanir þá segir Rannveig að nú komi inn einhverjar bókanir á nánast hverjum degi. Það sé breyting í rétta átt því áður hafi þær bara verið nokkrar í mánuði.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.