Samfélagsmiðlar

Nú berast bókanir nánast daglega

Rannveig Grétarsdóttir hjá Eldingu segir það koma sér á óvart hvaðan einstaklingsbókanir komi þessa dagana. Á sama tíma sé verið að færa hópa frá komandi sumri og fram á það næsta.

„Viðspyrnu- og tekjustyrkirnir henta mjög vel fyrir lítil fyrirtæki með hámark um tíu i vinnu. En ekki eins vel fyrir stór- og meðalstór fyrirtæki eins og Eldingu. Þessi úrræði hjálpa samt og gera það að verkum að við getum beðið í einhverja mánuði í viðbót," segir framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar.

„Það versta við þetta ástand er allt starfsfólkið sem er á atvinnuleysisbótum að bíða eftir að komast aftur í vinnu, ég hef áhyggjur af því að einhverjir muni aldrei snúa til baka. Eftir því sem lengra líður missum við fleiri út,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Eldingar, um stöðu mála hjá fyrirtækinu í dag. Elding hefur lengi verið umsvifamesta ferðaþjónustufyrirtæki landsins í hvalaskoðun.

Rannveig segir að eins sé staðan í dag þá sé ekki hægt að ráða inn fólk. Hún gerir sér þó vonir um að endurráða lykilstarfsmenn smá saman fram á vorið.

„Ég var með plön að byrja að endurráða starfsmenn í byrjun desember en það breyttist allt þegar það varð ljósara að það sé ekkert að fara að stað fyrr en í sumar eða haust. Viðspyrnu- og tekjustyrkirnir henta mjög vel fyrir lítil fyrirtæki með hámark um tíu i vinnu. En ekki eins vel fyrir stór- og meðalstór fyrirtæki eins og Eldingu. Þessi úrræði hjálpa samt og gera það að verkum að við getum beðið í einhverja mánuði í viðbót. Núna má segja að við séum komin í hýði, höldum öllu í lágmarki fram á vor og getum byrjað í sumar þegar ferðaþjónustan fer vonandi af stað á ný.”

Áhugi hjá Bretum og Þjóðverjum

Aðspurð um hvort það berist fyrirspurnir og pantanir þá segir Rannveig að nú komi inn einhverjar bókanir á nánast hverjum degi. Það sé breyting í rétta átt því áður hafi þær bara verið nokkrar í mánuði.

„Þetta eru allavega teikn um að markaðurinn sé aðeins að taka við sér og söluaðilar út í heimi segja okkur að Ísland sé eitt af þeim löndum mjög margir séu að horfa til. Áhuginn er til að mynda mikill hjá Bretum og Þjóðverjum eins og áður en svo eru auðvitað spurning hvenær fólk fer í raun að ferðast.“

Mikilvægt að hafa stórt sölunet

Rannveig segir það koma smá á óvart að þær einstaklingsbókanir sem koma inn núna séu nánast allar að koma frá stóru netbókunarfyrirtækjum.

„Þetta eru pantanir fyrir næsta sumar og haust og jafnvel fram á árið 2022. Þessi fyrirtæki eru svo að selja áfram í gegnum flugfélög og fleiri stóra aðila sem eru ekki með samninga beint við birgjana. Núna gildir einfaldlega að hafa söluna á sem flestum stöðum og vera með dreift net,” bætir Rannveig við.  

Reiknar frekar með ferðamönnum á eigin vegum

Hún segir að því miður sé strax farið að fækka þeim hópum sem búið var að bóka fyrir þetta ár. Sumir eru að færa fram á árið 2022 en aðrir að afbóka alveg. 

„Tilfinningin mín er er að fólk muni taka ákvörðunina með skömmum fyrirvara og ferðast frekar á eigin vegum en í hópum.“

Erfitt að vinna að úrbótum í þessu ástandi

Nú er nærri ár liðið frá því að ferðatakmarkanir urðu almennar í okkar heimshluta og ferðaþjónustan stöðvaðist. Og Rannveig viðurkennir að það hefði verið gott að nýta tímann betur síðustu mánuði í skipulagninu á rekstrinum.

„Sérstaklega þegar kemur að umhverfismálum, betri vinnuferlum og öðru sem getur bætt og einfaldað reksturinn. Við viljum öll gera ennþá betur en það er þó erfitt að vinna að úrbótarverkefnum þegar engir eða fáir starfsmenn eru til staðar. Það sem við þurfum að leggja áhersluna á núna er að þrauka áfram, halda gleðinni og vera tilbúin þegar allt fer að stað. Þrátt fyrir allt þá vill ég trúa því að við verðum ennþá sterkari þegar við rísum upp aftur,“ segir Rannveig að lokum.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …