Ryanair reiknar með færri farþegum fyrstu mánuði ársins

Stjórnendur stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu gerðu ráð fyrir að flytja í heildina 35 milljónir farþega á yfirstandandi reikningsári en því lýkur í lok mars.

Nú hefur þessi áætlun verið færð niður í 26 til 30 milljónir farþega sem skrifast á hinar hertu aðgerðir sem gripið hefur verið til í Bretlandi og Írlandi til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.

Gengi hlutabréf í Ryanair hefur lækkað um nærri tvö prósent í dag.