Það verða fyrst og fremst almennir ferðamenn sem fara af stað þegar landamæri opnast og ferðatakmarkanir vegna Covid-19 falla niður. Um þetta virðast sérfræðingar í ferðageiranum almennt vera sammála um. Biðin eftir því að viðskiptaferðalangar fari að kaupa dýru farmiðana sína verður aftur á móti lengri. Megin skýringin á því liggur í samskiptatækninni sem fólk hefur vanið sig við nú í heimsfaraldrinum.
Þessi þróun þyrfti ekki að koma harkalega niður á íslenskri ferðaþjónustu því rétt um þrír af hverjum hundrað ferðamönnum hér á landi árið 2019 sögðust vera í vinnuferð. Það hlutfall er lágt í samanburði við löndin í kringum okkur.
Á sama hátt er vægi viðskiptafarþega hjá Icelandair rétt um fimm prósent. Þessi hópur skilar flugfélaginu líka hlutfallslega mun lægri tekjum en hjá keppinautunum.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.