Samfélagsmiðlar

Samdráttur í vinnuferðum kemur minna niður á Íslandi og Icelandair

Viðskiptaferðalangar hafa staðið undir um helmingi farþegatekna flugfélaga sem fljúga milli Evrópu og Norður-Ameríku. Hlutfallið er mun lægra hjá Icelandair. Langstærsti hluti þeirra sem heimsækir Ísland er kominn til að fara í frí. Hversu margir borga svo fyrir Íslandsferðina með vildarpunktum er ekki vitað.

Það verða fyrst og fremst almennir ferðamenn sem fara af stað þegar landamæri opnast og ferðatakmarkanir vegna Covid-19 falla niður. Um þetta virðast sérfræðingar í ferðageiranum almennt vera sammála um. Biðin eftir því að viðskiptaferðalangar fari að kaupa dýru farmiðana sína verður aftur á móti lengri. Megin skýringin á því liggur í samskiptatækninni sem fólk hefur vanið sig við nú í heimsfaraldrinum.

Þessi þróun þyrfti ekki að koma harkalega niður á íslenskri ferðaþjónustu því rétt um þrír af hverjum hundrað ferðamönnum hér á landi árið 2019 sögðust vera í vinnuferð. Það hlutfall er lágt í samanburði við löndin í kringum okkur.

Á sama hátt er vægi viðskiptafarþega hjá Icelandair rétt um fimm prósent. Þessi hópur skilar flugfélaginu líka hlutfallslega mun lægri tekjum en hjá keppinautunum.

Rétt um fimmtungur

Þannig stóðu viðskiptaferðalangar undir um helmingi allra farþegatekna af flugi milli Evrópu og Norður-Ameríku fyrir heimsfaraldurinn samkvæmt tölum IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga.

Hjá Icelandair var hlutfallið rétt um fimmtungur líkt og fram kom í fjárfestakynningu Icelandair samsteypunnar í sl. haust. Hjá flugfélaginu hefur áherslan líka ávallt verið á fólk á leið í frí eða að heimsækja fjölskyldu og vini. Og í þotum Icelandair er ekkert fyrsta flokks farrými.

Tugprósenta niðursveifla

Og samdrátturinn sem margir sjá fyrir í fækkun ferðalaga á vegum fyrirtækja og stofnanna er verulegur. Nýverið spáði sérðfræðingahópur Wall Street Journal því að hann myndi nema 19 til 36 prósentum til lengri tíma. Framkvæmdastjóri Star Alliance, samstarfsvettvangs flugfélaga, sér fyrir sér álíka niðursveiflu í viðtali við Financial Times.

Bill Gates, stofnandi Microsoft, telur aftur á móti að vinnuferðunum muni fækka um helming. Forstjóri Delta flugfélagsins sagði Gates þó ekkert geta spáð fyrir um þessa þróun og forstjórar fleiri stórra flugfélaga segjast búast við tíðum vinnuferðum á ný. Þó almennt færri en áður.

Þeir sem borga fyrir fríið með vildarpunktum

Líkt og fram kom hér ofar þá ferðast nær allir til Íslands til að fara í frí en ekki í stutta vinnuferð samkvæmt könnun Ferðamálastofu. Það liggur þó fyrir að margir nota ferðapunkta, sem þeir afla í vinnuferðum, til að niðurgreiða önnur ferðalög.

Þannig getur sá sem flýgur oft vegna vinnu innan Bandaríkjanna með Delta safnað punktum sem duga til að borga fyrir flugmiða með Delta til Íslands. Viðkomandi gistir svo kannski alltaf á Hilton hótelum í vinnuferðunum og getur þá nýtt punktana hjá hótelkeðjunni til að greiða fyrir gistingu á þess háttar hóteli í Reykjavík.

Túristum sem greiða fyrir ferðalög sín með vildarpunktum gæti því fækkað.

Nýtt efni

Þýski bílaframleiðandinn Mercedes-Benz hefur greint frá því að rafbílnum Vision EQXX hafi á dögunum verið ekið rúmlega 1.000 kílómetra leið frá Riyadh til Dúbæ á einni hleðslu. Meðaleyðslan var 7.4 kílóvattstundir á 100 km. leið. Þetta samsvarar því að bensínbíll eyddi um 0.9 lítrum á 100 km. Ökuleið Vision EQXX lá að sögn framleiðandans um …

„Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá Play,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, í tilkynningu um síðustu mánaðamót. Nú liggur fyrir að Birgir mun kveðja samstarfsfólk sitt um næstu mánaðamót, nokkrum dögum fyrir þriggja ára starfsafmæli sitt hjá Play. Frá þessu …

Nefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fjallar um verndun sjávar hóf vikulanga fundalotu í London í morgun þar sem m.a. verður rætt um aðgerðir til að draga úr losun CO2 frá kaupskipaflota heimsins. Vinnuhópur hefur fjallað um þau mál síðustu daga. IMO er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á öryggi og vernd skipa og vörnum gegn …

Í tilkynningu sem ráðuneyti sem fer með ríkiskaup Póllands sendi um helgina kemur fram að LOT standi nú frammi fyrir þeirri ákvörðun að halda sig við flugvélar brasilíska framleiðandans Embraer fyrir skemmri flugleiðir eða velja frekar vélar frá Airbus í Frakklandi. Leitað verður til beggja framleiðenda og þeir beðnir um tilboð í smíði 84 flugvéla …

Loftmengun hefur minnkað í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt nýrri spænskri rannsókn. Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin líka að loftmengun víðast hvar í Evrópu er enn yfir heilsufarsmörkum.  Í rannsókninni, sem birtist í Nature, voru mengunartölur skoðaðar á 1.400 svæðum, innan 35 ríkja, þar sem 543 milljónir manns búa.  Þrátt fyrir að enn sé …

„Á tiltölulega skömmum tíma er orðið til öflugt íslenskt lággjaldaflugfélag með framúrskarandi vöru og þjónustu og bjarta framtíð. Virk samkeppni í flugi sem skilar sér í lægri fargjöldum, fjölbreyttum áfangastöðum og verðmætum erlendum gestum er sérstaklega mikilvæg fyrir eyju eins og okkar. Slík samkeppni varðar hagsmuni allra Íslendinga. Ég geng þess vegna ákaflega stoltur frá …

Hvað varð um Graham Potter? spyrja margir fótboltaunnendur nú þegar liðið er næstum eitt ár síðan þessi listhneigði fótboltaþjálfari stjórnaði fótboltaliði frá hliðarlínunni. Chelsea var síðasti áfangastaður Potters en þaðan var hann rekinn þann 2. apríl árið 2023 eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Potter mætti til Chelsea fullur af bjartsýni eftir glæsislegan þjálfaraferil í …

Skýrslan Policy tools for sustainable and healthy eating - Enabling a food transition in the Nordic countries er unnin í kjölfar útgáfu Norrænna næringarráðleggina (Nordic Nutrition Recommendations) árið 2023 sem var afrakstur fimm ára vinnu hundruða sérfræðinga um ráðlagðar matarvenjur og næringu fólks á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Sú útgáfa hlaut mikla athygli enda í …