Samfélagsmiðlar

Samdráttur í vinnuferðum kemur minna niður á Íslandi og Icelandair

Viðskiptaferðalangar hafa staðið undir um helmingi farþegatekna flugfélaga sem fljúga milli Evrópu og Norður-Ameríku. Hlutfallið er mun lægra hjá Icelandair. Langstærsti hluti þeirra sem heimsækir Ísland er kominn til að fara í frí. Hversu margir borga svo fyrir Íslandsferðina með vildarpunktum er ekki vitað.

Það verða fyrst og fremst almennir ferðamenn sem fara af stað þegar landamæri opnast og ferðatakmarkanir vegna Covid-19 falla niður. Um þetta virðast sérfræðingar í ferðageiranum almennt vera sammála um. Biðin eftir því að viðskiptaferðalangar fari að kaupa dýru farmiðana sína verður aftur á móti lengri. Megin skýringin á því liggur í samskiptatækninni sem fólk hefur vanið sig við nú í heimsfaraldrinum.

Þessi þróun þyrfti ekki að koma harkalega niður á íslenskri ferðaþjónustu því rétt um þrír af hverjum hundrað ferðamönnum hér á landi árið 2019 sögðust vera í vinnuferð. Það hlutfall er lágt í samanburði við löndin í kringum okkur.

Á sama hátt er vægi viðskiptafarþega hjá Icelandair rétt um fimm prósent. Þessi hópur skilar flugfélaginu líka hlutfallslega mun lægri tekjum en hjá keppinautunum.

Rétt um fimmtungur

Þannig stóðu viðskiptaferðalangar undir um helmingi allra farþegatekna af flugi milli Evrópu og Norður-Ameríku fyrir heimsfaraldurinn samkvæmt tölum IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga.

Hjá Icelandair var hlutfallið rétt um fimmtungur líkt og fram kom í fjárfestakynningu Icelandair samsteypunnar í sl. haust. Hjá flugfélaginu hefur áherslan líka ávallt verið á fólk á leið í frí eða að heimsækja fjölskyldu og vini. Og í þotum Icelandair er ekkert fyrsta flokks farrými.

Tugprósenta niðursveifla

Og samdrátturinn sem margir sjá fyrir í fækkun ferðalaga á vegum fyrirtækja og stofnanna er verulegur. Nýverið spáði sérðfræðingahópur Wall Street Journal því að hann myndi nema 19 til 36 prósentum til lengri tíma. Framkvæmdastjóri Star Alliance, samstarfsvettvangs flugfélaga, sér fyrir sér álíka niðursveiflu í viðtali við Financial Times.

Bill Gates, stofnandi Microsoft, telur aftur á móti að vinnuferðunum muni fækka um helming. Forstjóri Delta flugfélagsins sagði Gates þó ekkert geta spáð fyrir um þessa þróun og forstjórar fleiri stórra flugfélaga segjast búast við tíðum vinnuferðum á ný. Þó almennt færri en áður.

Þeir sem borga fyrir fríið með vildarpunktum

Líkt og fram kom hér ofar þá ferðast nær allir til Íslands til að fara í frí en ekki í stutta vinnuferð samkvæmt könnun Ferðamálastofu. Það liggur þó fyrir að margir nota ferðapunkta, sem þeir afla í vinnuferðum, til að niðurgreiða önnur ferðalög.

Þannig getur sá sem flýgur oft vegna vinnu innan Bandaríkjanna með Delta safnað punktum sem duga til að borga fyrir flugmiða með Delta til Íslands. Viðkomandi gistir svo kannski alltaf á Hilton hótelum í vinnuferðunum og getur þá nýtt punktana hjá hótelkeðjunni til að greiða fyrir gistingu á þess háttar hóteli í Reykjavík.

Túristum sem greiða fyrir ferðalög sín með vildarpunktum gæti því fækkað.

Nýtt efni

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …