Samdrátturinn í Seattle álíka og hjá keppinautunum

Flug Icelandair til Bandaríkjanna hefur nærri eingöngu takmarkast við ferðir til Boston í heimsfaraldrinum. Síðastliðið sumar voru nokkrar ferðir til Seattle í boði og þá var rétt um þriðja hvert sæti um borð skipað farþegum.

Séð yfir Seattle. Mynd: Alex Mertz / Unsplash

Aðeins flugfélögin Delta, British Airways og Lufthansa voru umsvifameiri en Icelandair í Evrópuflugi frá bandarískum borginni Seattle árið 2019. Sú flugleið hefur líka lengi verið ein sú arðbærasta í leiðakerfi Icelandair.

Vegna ferðatakmarkanna við bandarísk landamæri hefur ekki verið hægt að halda úti almennu farþegaflugi þangað frá Evrópu síðustu misseri. Sú staðreynd endurspeglast í tölum flugvallarins við Seattle fyrir nýliðið ár. Þar sést að farþegum í Evrópuflugi, til og frá borginni, fækkaði um 83 prósent í fyrra.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.