SAS fellur í kauphöllinni í kjölfar uppsagnar forstjórans

Rickard Gustafsson, forstjóri SAS.

Rickard Gustafsson sem verið hefur forstjóri skandinavíska flugfélagsins SAS síðastliðinn áratug ætlar að láta af störfum í sumar. Þetta var tilkynnt í gærkvöld en Gustafsson hefur þegið boð um að taka við sænsku iðnaðarsamsteypunni STG.

Nú í morgunsárið féllu svo hlutabréf í SAS um fimm prósent í fyrstu viðskiptum dagsins.

Ákvörðun Gustafsson um að hætta hjá SAS var stjórnarformanni flugfélagsins mikil vonbrigði eins og fram kom í tilkynningu í gær.