Nú er unnið að sölu Iceland Travel út úr Icelandair Group en ferðaskrifstofan hefur lengi verið ein sú umsvifamesta í skipulagningu á Íslandsferðum. Hins vegar verður Vita, sem selur Íslendingum utanlandsferðir, ekki seld þar sem hún er flokkuð sem hluti af flugrekstri samsteypunnar.
Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Bændaferða og Hey Iceland, sagði samtali við Túrista í síðustu viku að það væri af hinu góða að Icelandair seldi Iceland Travel. Vísaði hann þar til þess að tengsl ferðaskrifstofunnar við flugfélagið hafi líklega skekkt samkeppnisstöðuna. Sævar bætti því við að hann hefði viljað að Icelandair losaði sig einnig við Vita.
Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn, segist ekki skilja hvernig starfsemi Vita geti verið flokkuð sem flugrekstur af hálfu forráðamanna Icelandair. „Vita er ferðaskrifstofa en ekki flugfélag samkvæmt opinberri skráningu,” ítrekaði Þórunn.
Óheimilt að ráðstafa fé til dótturfélaga
Alþingi setti það skilyrði fyrir nærri 16 milljarða króna lánalínu til Icelandair Group, síðastliðið haust, að þá upphæð megi aðeins nota til að styðja flugrekstur fyrirtækisins.
Spurður hvort eðlilegt væri að lánsféð yrði nýtt til að styðja við rekstur Vita þá segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, að fyrir honum sé málið býsna skýrt. En þess má geta að Willum er fyrrum kennari í ferðamálaskólanum og vann lengi hjá Samvinnuferðum-Landsýn.
Skráðu þig inn til að lesa
Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.