Samfélagsmiðlar

Segja mjög litlar líkur á því að Vita þurfi fjárhagslegan stuðning

Ef Icelandair Group þarf að ganga á lánalínu ríkisins þá má lánsféð aðeins nýta í flugrekstur samsteypunnar. Stjórnendur Icelandair flokka Vita sem flugrekstur og segja ferðaskrifstofuna standa fjárhagslega vel.

Hjá Vita er hægt að kaupa pakkaferðir en líka flugsæti og í langflestum tilvikum er þá flogið með Icelandair.

Nú er unnið að sölu Iceland Travel út úr Icelandair Group en ferðaskrifstofan hefur lengi verið ein sú umsvifamesta í skipulagningu á Íslandsferðum. Hins vegar verður Vita, sem selur Íslendingum utanlandsferðir, ekki seld þar sem hún er flokkuð sem hluti af flugrekstri samsteypunnar.

Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Bændaferða og Hey Iceland, sagði samtali við Túrista í síðustu viku að það væri af hinu góða að Icelandair seldi Iceland Travel. Vísaði hann þar til þess að tengsl ferðaskrifstofunnar við flugfélagið hafi líklega skekkt samkeppnisstöðuna. Sævar bætti því við að hann hefði viljað að Icelandair losaði sig einnig við Vita.

Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýn, segist ekki skilja hvernig starfsemi Vita geti verið flokkuð sem flugrekstur af hálfu forráðamanna Icelandair. „Vita er ferðaskrifstofa en ekki flugfélag samkvæmt opinberri skráningu,” ítrekaði Þórunn.

Óheimilt að ráðstafa fé til dótturfélaga

Alþingi setti það skilyrði fyrir nærri 16 milljarða króna lánalínu til Icelandair Group, síðastliðið haust, að þá upphæð megi aðeins nota til að styðja flugrekstur fyrirtækisins.

Spurður hvort eðlilegt væri að lánsféð yrði nýtt til að styðja við rekstur Vita þá segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, að fyrir honum sé málið býsna skýrt. En þess má geta að Willum er fyrrum kennari í ferðamálaskólanum og vann lengi hjá Samvinnuferðum-Landsýn.

Willum vísar í svari sínu til nefndarálits meirihluta fjárláganefndar en þar segir að fjármunum úr lánalínunum hins opinbera verði eingöngu varið til þess að standa skil á almennum rekstrarkostnaði sem tengist flugrekstri Icelandair Group. Að auki verði óheimilt að nýta lánið til fjármögnunar á rekstri eða ráðstafa því með öðrum hætti til dótturfélaga í samstæðu lántaka sem ekki eru í flugrekstri á Íslandi.

Veltan jókst um þriðjung en hagnaðurinn helmingaðist

„Rekstur Vita er sjálfbær. Fyrirtækið fjárhagslega vel statt og mjög litlar líkur á því að það þurfi fjárhagslega aðstoð,“ segir í svari frá Icelandair við fyrirspurn Túrista um hvort stjórnendur Icelandair telji að nota megi ríkislánið til að styðja við rekstur Vita ef til þess kemur.

Samkvæmt síðasta ársreikningi Vita þá nam velta fyrirtækisins um fjórum milljörðum króna árið 2019 og jókst um nærri þriðjung frá árinu 2018. Hagnaðurinn lækkaði hins vegar um helming milli ára og nam 78 milljónum króna í hittifyrra.

Nýta flugflotann betur með Vita um borð

Rök stjórnenda Icelandair, fyrir því að skilgreina Vita sem hluta af flugrekstri samsteypunnar, eru þau að starfsemin sé nátengt flugrekstrarstarfseminni þar sem Vita selur flugsæti og í langflestum tilvikum er flogið með Icelandair.

„Eins og í ýmissi annarri starfsemi okkar, til að mynda hjá Loftleiðum, þá er mikil áhersla hjá VITA á ferðir yfir vetrarmánuðina þegar hægir um í millilandaflugi Icelandair og þar með náum við að nýta flota félagsins betur allan ársins hring. Þetta fer því mjög vel saman. Mjög mörg flugfélög út um allan heim eru með einingar sem leggja áherslu á pakkaferðir,“ segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í svari til Túrista.

„Þetta höfum við séð bæði hérlendis og alþjóðlega í áratugi. Sum flugfélög hafa verið að leggja enn meiri áherslu á þennan hluta af starfsemi sinnar á undanförnum misserum,“ bætir Ásdís við.

Í því samhengi er rétt að minna á að Icelandair er með eigin ferðaskrifstofu innan flugfélagsins. Vita og Iceland Travel eru viðbót við þann rekstur.

Æðstu stjórnendur Icelandair í stjórn Vita

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, er stjórnarformaður Vita og tveir af framkvæmdastjórum samsteypunnar sitja með honum í stjórninni. Þetta fyrirkomulag gagnrýndi forstjóri Úrval-Útsýn í fyrrnefndu viðtali við Túrista.

„Við erum líklega einn stærsti viðskiptavinur Icelandair en viðskiptasambandið er mjög sérstakt að því leyti að forstjóri Icelandair og tveir af framkvæmdastjórum flugfélagsins skipa stjórn Vita, okkar helsta samkeppnisaðila. Hagsmunatengslin gætu ekki verið meiri,” sagði Þórunn.

Aðspurð þessi tengsl milli efstu laga fyrirtækjanna þá bendir Ásdís, upplýsingafulltrúi Icelandair, á að Icelandair og Vita séu bæði í 100 prósent eigu Icelandair Group.

„Félögin eru því hluti af sömu samstæðu og um eina efnahagslega einingu er að ræða. Rekstur Icelandair Group skiptist niður í nokkrar mismunandi einingar þar sem í sumum tilfellum eru einingar í sérstöku félagi.“

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …