Skilyrði að flugfélögin noti helming lendingarleyfanna í sumar

Kvöð um lágmarksnýtingu á brottfarar- og komutímum var felld niður í Bretlandi í gær. Önnur Evrópuríki munu ólíklega fylgja því fordæmi.

gatwick braut
Umferðin um Gatwick flugvöll í London gæti orðið óvenju lítil í sumar í samanburði við marga aðra breska flugvelli. Mynd: London Gatwick

Innan evrópska fluggeirans hefur verið tekist á um hvort framlengja eigi undanþágu frá lágmarksnýtingu á lendingarleyfum á flugvöllum. Almenna reglan er sú að flugfélög verða að nýta þessi svokölluðu slott í að lágmarki áttatíu prósent tilvika ef þau ætla að halda þeim áfram.

Þannig myndi Icelandair missa slottin sín á Heathrow flugvelli nema fljúga þangað að minnsta kosti ellefu ferðir í viku að jafnaði. Þetta eru einmitt lendingarleyfin sem ríkið fær mögulega veð í ef Icelandair gengur á 16 milljarða kr. lánalínuna sem Alþingi samþykkti sl. haust.

Meira frátekið en notað verður

Vegna heimsfaraldursins var fallið frá þessari kröfu um lágmarksnýtingu á flugvöllum út um allan heim í fyrrasumar og nú í vetur einnig. Yfirvöld vestanhafs hafa framlengt þessa undanþágu fyrir komandi sumar og það gerðu bresk stjórnvöld einnig í gær.

Ráðamenn Evrópusambandsins vilja fara aðra leið og þeirra útgáfa mun þá einnig gilda á Keflavíkurflugvelli. En eins og Túristi hefur áður fjallað um þá er Icelandair með frátekin fleiri lendingarleyfi á flugvellinum nú í sumar en félagið hefur áður fengið. Play sótti svo um álíka mörg leyfi og WOW air var með í lokin.

Ennþá er Play þó ekki komið með flugrekstrarleyfi en þess háttar er forsenda fyrir því að fá leyfunum úthlutað.

Draugahúsið í Gatwick

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.