Svona dregst framboðið hjá Icelandair saman í ársbyrjun

Þotur Icelandair flugu að jafnaði um 25 ferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli í janúar og febrúar í fyrra og hittifyrra. Núna stefnir í tvær ferðir á dag.

Strangar ferðatakmarkanir gilda áfram víða um heim og nú þurfa farþegar sem koma til Bretlands og Danmerkur að sýna fram á neikvæða niðurstöðu í nýju Covid-19 prófi. Og ennþá fá erlendir ferðamenn ekki að komast inn fyrir landamæri Bandaríkjanna og Kanada.

Af þessum sökum halda stjórnendur flugfélaga áfram að skera niður flugáætlanir sínar og þannig gerir uppfærð áætlun Icelandair aðeins ráð fyrir flugi til sex evrópskra borga í febrúar. Áður var áformað að taka upp þráðinn í flugi til Norður-Ameríku um miðjan næsta mánuð.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.