Taka út viðbótarálagningu á farmiðum sem gilda aðra leiðina

Með nýjum fargjaldareglum Finnair þá verður ódýrara að kaupa sér farmiða aðra leiðina til Helsinki frá Keflavíkurflugvelli.

helsinki yfir
Frá Helsinki. Mynd: Ferðamálaráð Helsinki

Sú var tíðin að hefðbundin flugfélög buðu ekki upp á farmiða aðra leiðina. Viðskiptavinirnir urðu að kaupa farmiða báðar leiðir. Þannig var því til að mynda farið hjá Icelandair löngu eftir að Iceland Express kom inn á markaðinn með þess háttar fargjöld.

Síðar breytti Icelandair reglunum líkt og svo mörg önnur flugfélög enda höfðu þau engan annan kost vegna harðnandi samkeppni frá lágfargjaldaflugfélögum.

Aftur á móti hafa hefðbundnu flugfélögin haldið áfram að vera með töluverða álagningu á farmiða sem gilda aðra leiðina. Frá og með deginum í dag ætlar finnska flugfélagið Finnair hins vegar að láta af þeim starfsháttum. Þar með verður miklu ódýrara að fljúga aðra leiðina frá Keflavík til Helsinki með Finnair en Icelandair eins og þessi dæmi sýna.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.