Tíu þotur væntanlegar til landsins um helgina

Reglugerð sem skyldar alla í tvöfalda skimun, með fimm daga sóttkví á milli, tekur gildi í dag. „Um leið og reglugerðin hefur verið birt hefur fólk ekki val á landamærunum,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í samtali við RÚV.

Í dag komu aðeins tvær farþegaflugvélar inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli en á morgun verða þær sex talsins og fjórar á sunnudag.

Um er að ræða ferðir frá Danmörku, Bretlandi, Póllandi, Hollandi, Þýskalandi og Lettlandi. Einnig er á dagskrá flug frá spænsku eyjunni Tenerife.