Versta árið í sögu ferðaþjónustunnar

kaupmannahofn ferdamadur Morten Jerichau
Ferðamaður, fyrir heimsfaraldurinn, við Amelienborg höll í Kaupmannahöfn. Mynd: Visit Copenhagen / Morten Jerichau

Í kjölfar efnahagskreppunnar árið 2009 fækkaði ferðamönnum um fjögur prósetn á heimsvísu. Er þá aðeins horft til þeirra sem ferðast á milli landa. Á nýliðnu ári nam samdrátturinn í utanlandsferðum hins vegar 74 prósent samkvæmt nýjum tölum frá Ferðamálaráði Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að árið 2020 fari í sögubækurnar sem versta árið í sögu ferðaþjónustunnar.

Að mati sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna þá eru 100 til 120 milljónir starfa í ferðageiranum í hættu vegna ástandsins sem Covid-19 hefur valdið.

„Væntingar um viðspyrnu árið 2021 hafa farið minnkandi,“ segir jafnframt í tilkynningu Ferðamálaráðs SÞ. Er þar vísað til könnunar á vegum ráðsins þar sem fram kemur að nú horfi fleiri ferðaþjónustufyrirtæki til þess að hinn raunverulegi bati eigi sér fyrst stað á næsta ári en ekki á því sem nú er nýhafið.

Í Evrópu eru bjartsýnin þó meiri því þar telur meirihluti svarenda að viðspyrnan hefjist á þriðja fjórðungi þessa árs.