Wizz Air sækir aukið fé

MYND: WIZZ AIR

Að sögn stjórnenda Wizz Air er lausafjárstaðan góð en þeir vilja bæta hana ennþá frekar og um leið gera félaginu kleift að sækja fram. Af þeim sökum tilkynnti félagið nú í morgun um útgáfa á skuldabréfum upp á 500 milljónir evra. Upphæðin jafngildir rúmum 78 milljörðum króna.

Wizz Air er stórtækt í Íslandsflugi og gerir sumaráætlun félagsins, sem hefst í lok mars, ráð fyrir reglulegum ferðum hingað frá ellefu evrópskum borgum og þar af fimm pólskum.

Framboð félagsins á flugsætum frá Keflavíkurflugvelli til Póllands nam að jafnaði tíu þúsund sætum á mánuði fyrir heimsfaraldurinn. Keppinautar Wizz Air hafa ekki veitt félaginu neina samkeppni á þessum flugleiðum hingað til líkt og Túristi fjallaði um nýverið.