211 færri ferðir í haust á vegum erlendra flugfélaga

Það eru sæti fyrir á bilinu 150 til 180 þúsund farþega í þotunum sem erlend flugfélög ráðgera að fljúga til Keflavíkurflugvallar í haust. Framboðið hefur dregist saman frá 2019.

Það er ennþá von til þess að komandi sumar verði skaplegt í ferðaþjónustunni en margir horfa þó frekar til þess að viðspyrnan hefjist í raun í haust. Á þeim tímapunkti verði bólusetningar komnar langt og fólk getur því skipulagt ferðalög með góðum fyrirvara.

Eins og staðan er í dag eru nítján erlend flugfélög með áætlunarflug til Keflavíkurflugvallar á boðstólum í sumar. Öll nema fjögur þeirra gera ráð fyrir Íslandsflugi í haust líka.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.