8.503 vegabréf gefin út í fyrra

vegabref 2

Aðeins 357 vegabréf voru afgreidd í desember í fyrra en til samanburðar voru þau 1.203 í sama mánuði árið 2019. Allt árið í fyrra voru samtals 8.502 vegabréf gefin út en þau voru 24.238 árið áður eins og sjá má á línuriti Þjóðskrár hér fyrir neðan. Samdráttur nam því 65 prósentum.

Til samanburðar fækkaði ferðum Íslendinga um 79 prósent í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu.

Útgefin vegabréf af Þjóðskrá eftir mánuðum og árum: