Afborgunum og vaxtagreiðslum frestað af bróðurparti lána bankans til ferðaþjónustunnar

Mynd: Nicolas J Leclercq / Unsplash

Virðisrýrnun lána Landsbankans til ferðaþjónustufyrirtækja var metin á 6,2 milljarða króna um síðustu áramót samkvæmt nýju uppgjöri fyrir 2020. Til samanburðar nam þessi liður sjö milljörðum kr. hjá Íslandsbanka og fimm og hálfum milljarði hjá Arion banka.

Bókfært virði lána Landsbankans til ferðaþjónustu var, í lok árs 2020, 96 milljarðar króna. Þar af höfðu útlán að bókfærðu virði 83 milljarðar króna fengið almenn úrræði í formi frestunar á greiðslu afborgana og vaxta til allt að sex mánaða innan síðasta árs. Þetta kemur fram í svari Landsbankans við fyrirspurn Túrista.

Þar segir jafnframt að lánveitingar til flugfélaga teljist sem lán til ferðaþjónustu en í mars 2019 lánaði Landsbankinn 80 milljónir dollara til Icelandair.

Skráðu þig inn til að lesa

Þessi grein er aðeins aðgengileg áskrifendum. Smelltu hér til að kanna áskriftarleiðir.