Bíða lengur með Íslandsflug frá Amsterdam

Farþegi á Schiphol flugvelli í Amsterdam. Mynd: Schiphol

Fransk-hollenska lágfargjaldaflugfélagið Transavia hafði ráðgert að hefja flug til Íslands á ný um miðjan þennan mánuð frá Schiphol í Amsterdam. Nú hefur félagið aftur á móti flutt fyrstu ferð þessa árs aftur til 28. mars en þann dag hefst formlega sumaráætlun flugfélaga.

Um miðjan apríl ráðgerir Transavia svo að taka upp þráðinn í flugi hingað frá Orly flugvelli við París.

Aftur á móti er ekkert flug til Íslands frá frönsku borginni Nantes á boðstólum að þessu sinni. Félagið bauð upp á vikulegar ferðir hingað frá borginni í fyrra.