Bjartsýni fyrir hönd Íslands þegar ferðalög hefjast á ný

Ferðamenn við Námaskarð. Mynd: Iceland.is

Erlendir ferðaheildsalar hafa vaxandi trú á Íslandi og íslenskri ferðaþjónustu samkvæmt nýrri Íslandsstofu sem framkvæmd er tvisvar á ári.

Að þessu sinni litast svörin af ástandinu sem COVID-19 hefur valdið. Bókunarstaða og væntingar ferðaskrifstofa um bókanir í ár er þannig töluvert neikvæðari en í fyrri könnunum.

Það jákvæða er að erlendir ferðafrömuðir gefa Íslandi áfram góð meðmæli og eru bjartsýnir á framhaldið þegar ferðalög milli landa hefjast á ný með eðlilegum hætti.

Svarendur skiptar þó í tvo nærri jafn stóra hópa þegar spurt er hvenær þeir telji að bókanir á Ísalndsferðum taki við sér á ný. Annar helmingurinn telur að það verði á fyrri hluta þessa árs en hinn helmingurinn veðjar á seinni hlutann.

Ísland fær góða umsögn hvað varðar öryggi, sjálfbærni og viðbrögð við heimsfaraldrinum en aftur á móti er það verðlagið og framboð á flugi sem flestir telja neikvæða þætti við þróun Íslands sem áfangastaðar.